HÖFUM GAMAN AF ÞESSU!

SUZUKI JIMNY
AT31 OG AT33

Suzuki Jimny hefur slegið í gegn um allan heim. Útlit hans er innblásið af eldri kynslóðum jeppa, en með nútímalegu yfirbragði. Margur er knár, þótt hann sé smár og Jimny er þar engin undantekning, hátt og lágt drif, læstur millikassi og góð drifgeta gera það af verkum að Jimny gefur stærri jeppum lítið eftir.

Klippt úr hjólaskálum framan og aftan
Breiðari álfelgur og stærri dekk
Nýir brettakantar
Spilbitar, grillgrindur, snorkel, aukaljós og fleira.
Hraðamæli breytt
Slaglengri fjöðrun

SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKA

Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir fjölda leiðandi framleiðenda á hers kyns aukabúnaði og íhlutum og við getum örugglega útvegað þér næstum allt sem þú þarfnast.

 

SUZUKI JIMNY AT

Jimny fæst með AT31 og AT33 breytingum, ásamt aukabúnaði sem Arctic Trucks hefur þróað – s.s. spilbita að framan og prófílbeisli að aftan.

SUZUKI JIMNY AT31

Breytingin felst í hækkun að framan og aftan, Breiðari álfelgur ásamt stærri dekkjum sem henta vel bíl í þessari stærð og þyngd. Klippt er úr hjólskálum að framan og aftan til að gera pláss fyrir stærri dekk og leyfa bílnum að fjaðra sem mest. Beygjuradíus helst upprunalegur eftir breytingu. Arctic Trucks aurhlífar að framan og aftan gefa bílnum jeppalegt útlit og hlífa honum fyrir grjótkasti.

Leitið til sölumanna varðandi útfærslu og verð.

SUZUKI JIMNY AT33

Breytingin felst í hækkun að framan og aftan, ásamt uppfærðri slaglengri fjöðrun. Nýjar breiðari álfelgur eru notaðar í breytinguna ásamt stærri dekkjum sem henta vel bíl í þessari stærð og þyngd. Klippt er úr hjólskálum að framan og aftan til að gera pláss fyrir stærri dekk og leyfa bílnum að fjaðra sem mest. Beygjuradíus helst upprunalegur eftir breytingu. Arctic Trucks aurhlífar að framan og aftan gefa bílnum jeppalegt útlit og hlífa honum fyrir grjótkasti. Þar sem ummálsaukning dekkjanna er veruleg er einnig notaður hraðamælabreytir til að leiðrétta fyrir dekkjastærðinni.

Arctic Trucks hefur þróað nokkra aukahluti fyrir Jimny, t.a.m. spilbita að framan og prófílbeisli að aftan. Einnig bjóðum við nokkuð úrval aukahluta, svo sem snorkel, grillgrindur, aukaljós og fleira.

Leitið til sölumanna varðandi útfærslu og verð.

This product is currently unavailable.
Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti