Posted on

Millikælir (Intercooler)

Millikælir hefur nánast eingöngu kosti í för með sér fyrir jeppa en þeir eru einungis nothæfir þegar túrbína er til staðar við vélina. Túrbínan hitar loftið, jafnvel yfir 100° C þegar hún þjappar því saman á leið sinni inn á vélina. Með því að kæla það í millikælinum áður en það fer inn á vélina er unnt að koma 12-20% meira lofti inn og auka þar með aflið enn meira en ef einungis væri túrbína. Bónusinn er að kælt loft fer betur með vélina en heitt.

Intercooler fyrir Toyota Hilux