FYRIR ERFIÐUSTU VERKEFNIN

Ford F-150AT og F-350AT

Arctic Trucks útgáfurnar af þessum vinsælu bílum eru sérstaklega hugsaðar fyrir þá sem þurfa virkilega á sérstökum eiginleikum þeirra að halda: Krafti, togi og burðargetu F-350 eða alhliða afburðagetu F-150. Þetta eru jeppar fyrir björgunarsveitir, vinnuflokka langt utan alfaraleiðar, bændur og vígamenn.

 

 
1/5.13 drifhlutföll
 
Leiðréttur hraðamælir
 
44″ jeppadekk á 14×17 AT álfelgum
 
AT brettakantar
 
Meira ljós
 
AT gangbretti
 
Breyting á yfirbyggingu og grind
 
Sjálfstæð fjöðrun

SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKANN

AT útgáfurnar af Ford F-150 og F-350 eru oftast unnar í náinni samvinnu við viðskiptavini með alveg sérstakar þarfir og kröfur. Pakkarnir hér að neðan eru til viðmiðunar en við munum ávallt þurfa að fara vandlega yfir þetta í sameiningu.

FORD F-150 og F-350

Hér getur þú sett saman þinn eigin Ford F-150 eða 350 og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið.

FORD F-150 AT44

Ford F150 með AT44 breytingu er gríðarlega öflugur bíll sem hentar í fjölbreytt verkefni. Við höfum breytt talsverðum fjölda svona bíla fyrir margar af stærstu björgunarsveitum landsins með fjölbreyttum útfærslum og aukabúnaði.

Við stefnum einnig á að bjóða þessa lausn til vísindastöðva á Suðurskautslandinu ásamt því að annast leiðangra fyrir aðra. Í þessu samhengi er mikilvægt að eignast breiðan grunn af reynslu héðan, fólk sem þekkir bílinn í notkun og viðhaldi, upplýsingar um hvað þarf að endurbæta og eða hvaða varahluti þarf að hafa með o.s.frv. Reynsla frá Suðurskautinu mun sömuleiðis nýtast í bætt viðhald, notkunarleiðbeiningar og endurbætur á bílum hér.

Ford 150 AT44 grunnpakkinn:

  • 44 tommu AT/Nokian dekk
    14x17 tommu AT álfelgur
    Sjálfstæð fjöðrun
    1/5.13 drif hlutföll
  • Breyting á yfirbyggingu og grind
  • Brettakantar
  • Stigbretti
  • Breyting á framljósum og sér ljós fyrir háa-geisla
  • Forritun, leiðrétting hraðamælis
  • Áttaksmælir, sjúkrapúði og slökkvitæki
  • Gæðaskoðun AT og Sérskoðun
  • Arctic Trucks handbækur, notenda- og viðhaldsleiðbeiningar

Leitið til sölumanna varðandi útfærslu og verð.

FORD F-350 AT44

Ford F350 er sérlega aflmikill bíll með 6.7 lítra V8 Diesel vél sem skilar um 1200 Nm torki. Hann fer því nokkuð létt með að snúa 44 tommu hjólum og hentar mjög vel til breytinga. Þar sem stærð dekkjanna hækkar bílinn töluvert er reynt að lámarka hækkun á fjöðrun, sem nú er aðeins 80 mm og samt hægt að kaupa slaglengd fjöðrunar með lengri dempurum sé þess óskað.

F350 AT44 er bíll fyrir þá sem þurfa að komast hvert sem er hvenær sem er, draga þunga vagna eða flytja mikinn búnað. Þessir bílar hafa verið notaðir af ævintýrafólki, bændum, verktökum og viðbragðsaðilum.

Helstu breytingar:

  • 80 mm hækkun framan og aftan
  • Úrklippa úr hjólskálum framan og aftan
  • Samlitir brettakantar
  • Ný innribretti
  • Arctic Trucks aurhlífar
  • Ný sérsmíðuð gangbretti
  • 1:4.88 drifhlutföll
  • Arctic Trucks 17x14 stálfelgur
  • AT44 jeppadekk
  • Hjólastilling
  • Sérskoðun og vigtun
  • Slökkvitæki og sjúkrapúði
  • Átaksmælir með festingu
  • Arctic Trucks merki

Leitið til sölumanna varðandi útfærslu og verð.

This product is currently unavailable.
Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti