
FYRIR ERFIÐUSTU VERKEFNIN
Ford F-150AT og F-350AT
Arctic Trucks útgáfurnar af þessum vinsælu bílum eru sérstaklega hugsaðar fyrir þá sem þurfa virkilega á sérstökum eiginleikum þeirra að halda: Krafti, togi og burðargetu F-350 eða alhliða afburðagetu F-150. Þetta eru jeppar fyrir björgunarsveitir, vinnuflokka langt utan alfaraleiðar, bændur og vígamenn.

1/5.13 drifhlutföll
Leiðréttur hraðamælir
44″ jeppadekk á 14×17 AT álfelgum
AT brettakantar
Meira ljós
AT gangbretti
Breyting á yfirbyggingu og grind
Sjálfstæð fjöðrun
SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKANN
AT útgáfurnar af Ford F-150 og F-350 eru oftast unnar í náinni samvinnu við viðskiptavini með alveg sérstakar þarfir og kröfur. Pakkarnir hér að neðan eru til viðmiðunar en við munum ávallt þurfa að fara vandlega yfir þetta í sameiningu.

FORD F-150 og F-350
Hér getur þú sett saman þinn eigin Ford F-150 eða 350 og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið.

